LASERTAG Á ÞÍNUM HEIMAVELLI
ÞÆGINDI Í FYRIRRÚMI
Við viljum gera þetta eins þægilegt og mögulegt er! Við komum til þín með allan búnaðinn, útskýrum reglurnar fyrir hópnum og gírum okkur upp. Það eina sem þú þarft að gera er að velja draumaleikvanginn.
Hvort sem það er á vinnustaðnum, í skólanum, fimleikasal eða líkamsræktarstöð, úti í garði, götu, róló eða úti í skógi, þá færum við þér lasertag byssurnar á draumastaðinn þinn. Að lokum setjum við tónlist á fóninn og hefjum leikinn!
Við leggjum áherslu á persónulega þjónustu og viljum að þitt partý sé eins vel heppnað og mögulegt er. Er til betri leið en byssó með alvöru búnaði á ykkar heimavelli?
VIÐ ELSKUM LANDIÐ
Búnaðurinn okkar er staðsettur á höfuðborgarsvæðinu en þjónustum landið allt fyrir stærri viðburði ✅
Pakkarnir okkar
Förum yfir leikinn
Þitt verkefni er eiginlega bara að hafa samband við okkur. Við mætum með allan búnað, útskýrum leikreglur, stillum tækin og setjum músik á fóninn. Þið hlaupið svo af stað og eigið stund lífs ykkar. Skoðum þetta betur.
Þú þarft bara að bóka
Þegar þú pantar byssurnar hans Tralla komum við með lasertagbyssur og allan annan búnað til þín. Þegar búið er að skipta í lið útskýrum við reglurnar, skellum tónlist á fóninn og hefjum leika.
Fjölbreyttir leikir
Hægt er að spila fjölbreytta leiki með tveimur, þremur eða fjórum liðum auk allir á móti öllum. Last man standing, Capture the flag eða stigakeppni. Við veljum leik saman eftir að þú bókar.
Heiðarleiki í forgrunni
Tralli leggur áherslu á heiðarleika og samfélagslega ábyrgð. Allar greiðslur fara í gegnum fyrirtækið Tralli veislustjóri ehf., kt. 591023-0200, sem stendur skil á öllum opinberum gjöldum.
ALGENGAR SPURNINGAR
-
Ég hef spurninguÞér er velkomið að hringja í okkur og við svörum öllum þínum spurningum. Við erum í símum 785 0565 (Jóel) og 692 2330 (Einar Aron) ✅
-
Komið þið með völlinn til okkar?Við treystum ykkur til þess að velja stað sem hentar í leikinn. Þetta getur verið hvar sem er, svo lengi sem það eru staðir til að skýla sér. Í sumarbúðum höfum við farið í næsta kjarrlendi þar sem hægt er að fela sig bak við tré og runna, í grunnskólum fellum við borð á hliðina og búum þannig til einskonar virki og í götunni heima eru oft kerrur, hjólhýsi, rafmagnskassar og fleira sem hægt er að nota. Annars vegar er þetta bara spurning um að hafa staði til að velja úr til að fela sig og stað til að skýla sér fyrir skothríð innrauðra ljósa.
-
Mætið þið hvert á land sem er?Stutta svarið er já - svo er þetta bara spurning um krónur og aura.
-
Hversu margir geta spilað í einu?Þú mátt í raun hafa þetta eins og þú vilt. Fámennustu leikirnir eru einn á móti einum og þeir fjölmennustu eru 20 í einu. Þú getur því spilað með bestu vinum þínum eða allri fjölskyldunni og vinum þeirra. Hægt er að skipta í tvö, þrjú eða fjögur lið sem spila í einu en einnig er hægt að spila allir á móti öllum.
-
Í hvernig fötum á ég að vera?Í því sem þér finnst þægilegt! Ef leikurinn er úti ertu bara í viðeigandi útiklæðnaði og ef þú ætlar all in er ágætt að vera í fötum sem mega verða skítug, svona ef þú ætlar að leggjast í grasið og fela þig. Annars má einnig spila í kjól eða jakkafötum. Ef leikurinn er innandyra geturðu verið í fötunum sem þú ert í, engin ástæða til að skipta.
-
Er lasertag hættulegt?Nei, alls ekki! Lasertag er hættulaust. Þrátt fyrir að vera kennt við leysigeisla er enginn leysir notaður. Byssurnar tala saman með innrauðu ljósi og virkar á sama hátt og fjarstýringar tala við sjónvörp. Þú þarft því ekki að hafa áhyggju af því að þetta fari illa með sjónina.
-
Hvaðan koma lasertag byssurnar?Á áttunda og níunda áratugnum þróaði bandaríski herinn tækni með innrauðu ljósi sem gat nýst í þjálfun en hugmyndin sjálf kom frá Star Wars. Byssurnar okkar eru handsmíðaðar í Bandaríkjunum til að tryggja gæði og endingu.
-
Ég hef aldrei spilað áður. Er erfitt að læra þetta?Alls ekki! Leikurinn er einfaldur og þú lærir þetta í hvelli. Við förum yfir þetta allt saman með hópnum áður en við byrjum leikinn.