top of page
Lasertag Tralla

LASERTAG Á
ÞÍNUM
HEIMAVELLI

GÆSANIR ⟢ STEGGJANIR ⟢ VORFERÐIR ⟢ NEMENDAFÉLÖG ⟢ BARNAAFMÆLI ⟢ FYRIRTÆKJASKEMMTANIR ⟢ SUMARBÚÐIR ⟢

ÞÆGINDI Í FYRIRRÚMI

Við viljum gera þetta eins þægilegt og mögulegt er! Við komum til þín með allan búnaðinn, útskýrum reglurnar fyrir hópnum og gírum okkur upp. Það eina sem þú þarft að gera er að velja draumaleikvanginn.

Hvort sem það er á vinnustaðnum, í skólanum, fimleikasal eða líkamsræktarstöð, úti í garði, götu, róló eða úti í skógi, þá færum við þér lasertag byssurnar á draumastaðinn þinn. 
Að lokum setjum við tónlist á fóninn og hefjum leikinn!

Við leggjum áherslu á persónulega þjónustu og viljum að þitt partý sé eins vel heppnað og mögulegt er. Er til betri leið en byssó með alvöru búnaði á ykkar heimavelli?

VIÐ ELSKUM LANDIÐ

Búnaðurinn okkar er staðsettur á höfuðborgarsvæðinu en þjónustum landið allt fyrir stærri viðburði ✅

Pakkarnir okkar

Krúttlegi pakkinn

kr. 50.000,-

🎉 Barnaafmæli
🤠 Fjölskylduboð
🐓 Gæsanir & steggjanir
​✨ 2-20 þátttakendur
✨ Tveir 10 mínútna leikir*
*Dagskráin er um 30 mínútna löng.

kr. 90.000,-

Persónulegi pakkinn

💼 Vinnustaðir
🍭 Bekkjarskemmtanir
🎓 Nemendafélög
​✨ 10-99 þátttakendur*
✨ Nokkrir leikir**
*Að hámarki 20 í hverjum leik.
** Dagskráin er allt að tvær klukkustundir.

Risastóri pakkinn

gerum tilboð

⛵️ Sumarbúðir
🎊 Sumarhátíðir
🇮🇸 Landsbyggðin
​✨ 100+ þátttakendur
✨ Viðvera í lengri tíma

Förum yfir leikinn

Þitt verkefni er eiginlega bara að hafa samband við okkur. Við mætum með allan búnað, útskýrum leikreglur, stillum tækin og setjum músik á fóninn. Þið hlaupið svo af stað og eigið stund lífs ykkar. Skoðum þetta betur.

Lasertag

Þú þarft bara að bóka

Þegar þú pantar byssurnar hans Tralla komum við með lasertagbyssur og allan annan búnað til þín. Þegar búið er að skipta í lið útskýrum við reglurnar, skellum tónlist á fóninn og hefjum leika.

Lasertag

Fjölbreyttir leikir

Hægt er að spila fjölbreytta leiki með tveimur, þremur eða fjórum liðum auk allir á móti öllum. Last man standing, Capture the flag eða stigakeppni. Við veljum leik saman eftir að þú bókar.

Lasertag

Heiðarleiki í forgrunni

Tralli leggur áherslu á heiðarleika og samfélagslega ábyrgð. Allar greiðslur fara í gegnum fyrirtækið Trúðaskólinn ehf., kt. 591023-0200, sem stendur skil á öllum opinberum gjöldum.

ALGENGAR SPURNINGAR

Bóka

BÓKA LASERTAG

Tímasetning

Takk fyrir að bóka! Við verðum í bandi ✅

bottom of page