top of page
IMG_6318_edited.jpg

BLÖÐRUDÝR

Það er gaman að fá blöðrudýr í hendurnar en það er enn skemmtilegra að sjá það snúið fyrir framan sig. Við bjóðum upp á litrík og skemmtileg blöðrudýr sem henta einstaklega vel í barnaafmæli, á leikskóla- og grunnskólahátíðir, fjölskyldudaga, í verslunarmiðstöðvar, á bæjarhátíðir og á aðra viðburði þar sem börn koma saman.

Við komum með fjölbreytt úrval af litríkum blöðrum og töfrum fram úrval blöðrudýra, allt á staðnum og í samræmi við óskir barnanna.  Við tryggjum skemmtilega stemningu og falleg blöðrudýr sem börnin geta tekið með sér heim. Hjá okkur starfa nokkrir blöðrumeistarar og því er hægt að fá fleiri saman á stærri viðburði. Verð er 30.000 kr. klst., en það eru líklega um 25-30 blöðrudýr.

Við komum með allt til alls svo ekkert þarf að hafa fyrir okkur. Þetta ætti því að vera einstaklega þægilegt fyrir ykkur!

BÓKA BLÖÐRUDÝR

Tímasetning

Takk fyrir að bóka! Við verðum í bandi ✅

Litir2

„Það var alveg umtalað hvað þetta var skemmtilegt fyrir börnin, enda löng röð hjá ykkur allan tímann. Kærar þakkir!“

- Foreldrafélag leikskóla

  • Eru blöðrurnar skaðlegar fyrir náttúruna?
    Blöðrurnar eru framleiddar úr náttúrulegu latexti sem kemur úr trjám og skaðar þau ekki og eru auk þess lífbrjótanlegar (e. biodegradable). Þær eru svo litaðar með náttúrulegum litarefnum. Ég ætla ekki að hvítþvo þetta samt. Blöðrur geta verið skaðlegar, sérstaklega ef þær eru skildar eftir í náttúrunni, þar geta þær verið í áratugi. Ef þær eru settar í moltu geta blöðrurnar brotnað niður á sex til 24 mánuðum. Best er að henda þeim í almennt sorp eftir notkun.
  • Viðburðurinn minn er utan höfuðborgarsvæðisins
    Við erum með starfsfólk á höfuðborgarsvæðinu og á Selfossi. Við förum hvert á land sem er en ef viðburðurinn fer fram utan þessara svæða bætist við aksturskostnaður samkvæmt taxta stjórnarráðsins.
  • Get ég lært að gera blöðrudýr?
    Já, auðvitað! Þú getur lært grunnatriðin í blöðrudýrasnúningi á YouTube og svo keypt aðgang að ítarlegra kennsluefni á netinu þegar þú vilt læra meira og dýpka kunnáttu þína. Þegar þú hefur náð góðum tökum á listinni er þér velkomið að hafa samband. Við erum alltaf að leita að öflugum og skemmtilegum blöðrumeisturum til að slást í hópinn!
  • Hvers konar blöðrur notið þið?
    Við kaupum aðeins blöðrur frá tveimur framleiðendum til að tryggja ákveðin gæði. Þær blöðrur springa síður en aðrar blöðrur og latex ofnæmi er takmarkað.
  • Eru blöðrurnar ofnæmisvaldandi?
    Við kaupum aðeins blöðrur frá tveimur framleiðendum til að tryggja háan standard. Þær blöðrur eru úr náttúrulegu latexi sem búið er að fjarlægja prótein sem valda ofnæmisviðbrögðum. Þær eru þó ekki öruggar fyrir fólk með bráðaofnæmi.
  • Hvernig er fyrirkomulagið?
    Við komum með allt til alls, þið þurfið því ekkert að hafa fyrir okkur eða undirbúa að neinu leyti. Við setjum blöðrubásinn okkar upp, strengjum lista með blöðrudýrum í boði framan á og erum klár í slaginn. Okkur finnst best að standa svo við þurfum ekki einu sinni stóla.
  • Ég hef spurningu
    Þér er velkomið að hafa samband og við svörum öllum þínum spurningum! Best er að ná í okkur í síma 692 2330 (Einar Aron) eða senda póst á einar@tralli.is ✅
  • Í hvaða leiki er hægt að fara?
    Fótbolti Hefðbundinn fótboltaleikur nema uppblásnar búbblur flækjast fyrir þátttakendum. Að rekast á andstæðinginn er jafn sjálfsagt og að skora mark. Stórfiskaleikur Hér er um að ræða gamla góða stórfiskaleikinn nema það er töluvert skemmtilegra að klukka og vera klukkaður því engar hendur eru notaðar. Bara stóra uppblásna búbblan sem allir eru í. Konungur hringsins Gerður er hringur á jörðina og þátttakendur keppast við að skjóta öðrum úr hringnum. Sá sem eftir stendur í hringnum er sigurvegari. Hver nær að halda sér inni lengst á meðan aðrir reyna að ýta þér út? Glíma Einn á móti einum eða tveir á tvo reyna að ýta hvorum öðrum út úr hringnum. Fyrir þá sem þora að mæta andstæðingnum beint! Keila Þátttakendur stilla sér upp eins og keilur að einum undanskildum sem fær hlutverk keilukúlunnar. Keilukúlan hleypur af stað og reynir að fella keilurnar í einni atrennu. Við viljum bara fellur, engar feykjur. Frjáls skemmtun Rúlla, hoppa, rekast saman og hlæja. Stundum er best að sleppa öllu skipulagi.
  • Er búbblubolti hættulegur?
    Alls ekki! Í hita leiksins getur auðvitað komið upp smá núningur en ekkert sem ætti að hafa áhyggjur af. Við hvetjum þó fólk með stoðkerfisvandamál og óléttar konur til að sitja hjá en treystum þó fólki til að bera ábyrgð á sér sjálft. Ef leikurinn fer fram á parketi í íþróttahúsum er viðbúið að fá brunasár á hnén, bara svona eins og í íþróttum í grunnskóla.
  • Ég er með hugmynd af leik sem er ekki skráður hjá ykkur
    Við erum alveg létt og liðug og til í alls konar vitleysu. Ræðum þetta bara í gegn og allar líkur á að það sé ekkert mál að gera leikinn að veruleika!
  • Ég hef spurningu
    Þér er velkomið að hafa samband og við svörum öllum þínum spurningum! Best er að ná í okkur í síma 692 2330 (Einar Aron) eða senda póst á einar@tralli.is ✅
  • Komið þið með völlinn til okkar?
    Við treystum ykkur til þess að velja stað sem hentar í leikinn. Þetta getur verið hvar sem er, svo lengi sem það eru staðir til að skýla sér. Í sumarbúðum höfum við farið í næsta kjarrlendi þar sem hægt er að fela sig bak við tré og runna, í grunnskólum fellum við borð á hliðina og búum þannig til einskonar virki og í götunni heima eru oft kerrur, hjólhýsi, rafmagnskassar og fleira sem hægt er að nota. Annars vegar er þetta bara spurning um að hafa staði til að velja úr til að fela sig og stað til að skýla sér fyrir skothríð innrauðra ljósa.
  • Mætið þið hvert á land sem er?
    Stutta svarið er já - svo er þetta bara spurning um krónur og aura.
  • Hversu margir geta spilað í einu?
    Þú mátt í raun hafa þetta eins og þú vilt. Fámennustu leikirnir eru einn á móti einum og þeir fjölmennustu eru 20 í einu. Þú getur því spilað með bestu vinum þínum eða allri fjölskyldunni og vinum þeirra. Hægt er að skipta í tvö, þrjú eða fjögur lið sem spila í einu en einnig er hægt að spila allir á móti öllum.
  • Í hvernig fötum á ég að vera?
    Í því sem þér finnst þægilegt! Ef leikurinn er úti ertu bara í viðeigandi útiklæðnaði og ef þú ætlar all in er ágætt að vera í fötum sem mega verða skítug, svona ef þú ætlar að leggjast í grasið og fela þig. Annars má einnig spila í kjól eða jakkafötum. Ef leikurinn er innandyra geturðu verið í fötunum sem þú ert í, engin ástæða til að skipta.
  • Er lasertag hættulegt?
    Nei, alls ekki! Lasertag er hættulaust. Þrátt fyrir að vera kennt við leysigeisla er enginn leysir notaður. Byssurnar tala saman með innrauðu ljósi og virkar á sama hátt og fjarstýringar tala við sjónvörp. Þú þarft því ekki að hafa áhyggju af því að þetta fari illa með sjónina.
  • Hvaðan koma lasertag byssurnar?
    Á áttunda og níunda áratugnum þróaði bandaríski herinn tækni með innrauðu ljósi sem gat nýst í þjálfun en hugmyndin sjálf kom frá Star Wars. Byssurnar okkar eru handsmíðaðar í Bandaríkjunum til að tryggja gæði og endingu.
  • Ég hef aldrei spilað áður. Er erfitt að læra þetta?
    Alls ekki! Leikurinn er einfaldur og þú lærir þetta í hvelli. Við förum yfir þetta allt saman með hópnum áður en við byrjum leikinn.
bottom of page