top of page
IMG_6318_edited.jpg

BLÖÐRUDÝR

Það er gaman að fá blöðrudýr í hendurnar en það er enn skemmtilegra að sjá það snúið fyrir framan sig. Við bjóðum upp á litrík og skemmtileg blöðrudýr sem henta einstaklega vel í barnaafmæli, á leikskóla- og grunnskólahátíðir, fjölskyldudaga, í verslunarmiðstöðvar, á bæjarhátíðir og á aðra viðburði þar sem börn koma saman.

Við komum með fjölbreytt úrval af litríkum blöðrum og töfrum fram úrval blöðrudýra, allt á staðnum og í samræmi við óskir barnanna.  Við tryggjum skemmtilega stemningu og falleg blöðrudýr sem börnin geta tekið með sér heim. Hjá okkur starfa nokkrir blöðrumeistarar og því er hægt að fá fleiri saman á stærri viðburði. Verð er 30.000 kr. klst., en það eru líklega um 25-30 blöðrudýr.

Við komum með allt til alls svo ekkert þarf að hafa fyrir okkur. Þetta ætti því að vera einstaklega þægilegt fyrir ykkur!

BÓKA BLÖÐRUDÝR

Tímasetning

Takk fyrir að bóka! Við verðum í bandi ✅

Litir2

„Það var alveg umtalað hvað þetta var skemmtilegt fyrir börnin, enda löng röð hjá ykkur allan tímann. Kærar þakkir!“

- Foreldrafélag leikskóla

Spurt og svarað

bottom of page