TÆKJALEIGA
Tralli býður upp á fjölbreyttan veislubúnað til að gera viðburðinn þinn eftirminnilegan. Með leigunni fylgir starfsmaður sem kemur með tækið, sér um framreiðslu og fer aftur með það. Allt sem þú þarft til að skapa skemmtilega og hátíðlega stemningu og minnkar álagið við skipulagninguna.
Kandífloss
Það jafnast fátt á við að fá volgan candyfloss beint í hendurnar. Með candyflossvélinni kemur starfsmaður sem útbýr fallegan candyfloss-vönd fyrir börnin. Innifalið er ótakmarkað magn í klukkustund.
Verð kr. 30.000,-
Popp
Brúðkaup, barnaafmæli, útskrift, vörukynning, við höfum gert þetta allt! Við mætum með poppvél með carnival stemningu 🍿 Innifalið er ótakmarkað magn í klukkustund.
Verð kr. 30.000,-
Krap
Vélin tekur 11 lítra af vökva og tekur um tvo tíma að frjósa. Ef við miðum við 330 ml. glös eru það 33 skammtar. Innifalið eru 11 lítrar af blöndu, 33 glös, lok og rör. Við skutlum og sækjum ✅
Verð kr. 30.000,-