top of page
Close up view of bubble football balls game..jpg

BÚBBLUBOLTI Á
ÞÍNUM
HEIMAVELLI

GÆSANIR ⟢ STEGGJANIR ⟢ VORFERÐIR ⟢ NEMENDAFÉLÖG ⟢ BARNAAFMÆLI ⟢ FYRIRTÆKJASKEMMTANIR ⟢ SUMARBÚÐIR ⟢

ÞÆGINDI Í FYRIRRÚMI

Við viljum gera þetta eins þægilegt og mögulegt er! Við komum til þín með allan búnaðinn, blásum boltana upp, útskýrum reglurnar fyrir hópnum og gírum okkur upp. Það eina sem þú þarft að gera er að velja draumaleikvanginn. Áður en þið hlaupið af stað setjum við tónlist á fóninn og hefjum leikinn!

Við erum með tvær stærðir af boltum, annars vegar fyrir börn og unglinga og hins vegar fyrir fullorðna. Það eykur bæði öryggi og þægindi.

Við leggjum áherslu á persónulega þjónustu og viljum að þitt partý sé eins vel heppnað og mögulegt er. Er til betri leið en smá hopp og skopp á ykkar heimavelli? Eflum lýðheilsuna!

VIÐ ELSKUM LANDIÐ

Búnaðurinn okkar er staðsettur á höfuðborgarsvæðinu en þjónustum landið allt fyrir stærri viðburði ✅

Pakkarnir okkar

Verðin hér að neðan miðast við átta bolta og starfsmann á staðnum. Við eigum þó töluvert fleiri bolta á lager svo ef þú lumar á góðri hugmynd sem krefst annars fyrirkomulags er þér velkomið að taka púlsinn hjá okkur.

Klukkustund

kr. 40.000,-

🎉 Barnaafmæli
🤠 Fjölskylduboð
🐓 Gæsanir & steggjanir
​✨ Leikstjóri er á staðnum

kr. 90.000,-

Þrjár klukkustundir

💼 Vinnustaðir
🍭 Bekkjarskemmtanir
🎓 Nemendafélög
​✨ Leikstjóri er á staðnum

Lengri viðvera

gerum tilboð

⛵️ Sumarbúðir
🎊 Sumarhátíðir
🇮🇸 Landsbyggðin
​✨ 100+ þátttakendur
✨ Viðvera í lengri tíma

Förum yfir leikinn

Þitt verkefni er eiginlega bara að hafa samband við okkur. Við mætum með allan búnað, útskýrum leikreglur, blásum upp og setjum músik á fóninn. Þið hlaupið svo af stað og eigið stund lífs ykkar. Skoðum þetta betur.

Búbblubolti

Þú þarft bara að bóka

Þegar þú pantar boltana hans Tralla komum við með boltana, blásara og hátalara beint til þín. Þegar búið er að blása þá upp og skipta í lið útskýrum við reglurnar, skellum tónlist á fóninn og hefjum leika. Starfsmaður er alltaf á staðnum til að aðstoða, dæla lofti ef þarf og sjá til þess að allir njóti sín.

Búbblubolti

Fjölbreyttir leikir

Hægt er að spila fjölbreytta leiki, þ.á.m. klassískan fótbolta en auk þess stórfiskaleik, glímu og keilu. Við veljum leik saman eftir að þú bókar. Lýsingu á leikjunum má sjá hér.

Lasertag

Hópefli

Tralli hefur upp á að bjóða hópefli og almenna skemmtun með klassískum leikjum, lasertagi, töfrasýningu og fjölbreyttri vitleysu. Við sjáum um framkvæmdina, þú nýtur upplifunarinnar.

ALGENGAR SPURNINGAR

Bóka

BÓKA BÚBBUBOLTA

Tímasetning

Takk fyrir að bóka! Við verðum í bandi ✅

bottom of page